Ljósabekkirnir okkar
Ergoline Prestige 1400

Ergoline Prestige 1400 eru nýju bekkirnir okkar og komu þeir fyrstu til landsins 2014. Þeir eru það nýjasta á markaðinum og þeir allra stærstu og flottustu. Þú roðnar síður í þeim og árangurinn er lengur að koma, sérð árangur kannski daginn eftir. Það eru líka síður líkur á að brenna í þessum bekkjum. Getur stjórnað hitastiginu og fullt af fleirum eiginleikum sem bekkirnir bjóða uppá, ss ilmur, vatnsúði og fl.
- Framleiðandi: JK-International GmbH
- Aðlagað plast
- Andlitsperur 4 stk
- UVB / D vítamín Spagettí perur 3 stk
- Intelligent performance (árangur af perunum er alltaf 100%)
- Vatnsúði
- Ilmur
- Hægt að stilla hitastig á viftu
- Bekkurinn lokaður til enda
- Sérstök ljós fyrir axlir
- 3 D
- Innbyggðar lesnar leiðbeiningar
- Innbygð tónlist / Eigin tónlist
- Stillingar í stýripinna
Megasun7000 Cadillac

Megasun7000 Cadillac eru eldri bekkirnir okkar og hafa fylgt okkur frá opnun árið 2002. Þeir voru stærstu og bestu bekkirnir á markaðinum á þeim tíma og hafa alltaf staðið fyrir sínu. Þeir eru týpískir túrbóbekkir með beinu leguplasti. Þeir hitna töluvert og valda roða í húðinni og þú sérð árangur strax eftir tímann. Þeir eru góðir fyrir fólk sem sækist eftir miklum hita á stuttum tíma. Passa verður samt að taka ekki of langan tíma til að koma í veg fyrir að húðin brenni. Sjá ráðleggingar á tíma.
- Framleiðandi: KBL AG
- Slétt plast
- Andlitsperur 4 stk
- --------------------------------
- Árangur af perunum er sterkari í upphafi og fer hægt lækkandi
- --------------------------------
- --------------------------------
- Vifta kveikt / slökkt
- --------------------------------
- Endurkast á axlir
- --------------------------------
- --------------------------------
- --------------------------------
- Stillingar í stjórnborði